10. desember. 2013 02:33
Undankeppni Íslandsmótsins í Futsal, innanhússknattspyrnu, fer fram þessa dagana. Sl. laugardag fór fram seinni umferð keppni í b-riðli í Akranesi. Þar kepptu fjögur lið af Vesturlandi auk liðs Kormáks/Hvatar úr Húnavatnssýslu. Víkingur Ólafsvík vann sína leiki á mótinu með yfirburðum og sigraði í riðlinum. Víkingar unnu lið Grundafjarðar/Kára 9:1, Skallagrím 10:0, Snæfell 8:0 og Kormák/Hvöt 9:1. Snæfell gerði jafntefli við Grundarfjörð/Kára 2:2 en vann Skallagrím 2:1 og Kormák Hvöt 1:0. Kormákur/Hvöt vann Skallagrím 4:0 og gerði jafntefli við Grundarfjörð/Kára 3:3. Skallagrímur sigraði Grundarfjörð/Kára 3:0. Úrslitakeppnin í Futsal fer fram fyrri hluta janúarmánaðar. Þar keppa átta lið til úrslita og ljóst að Víkingur Ólafsvík fer í þá keppni. Grundarfjörður/Kári varð í öðru sæti b-riðils eftir góða útkomu í fyrri umferðinni. Það fer eftir árangri liðanna sem lentu í öðru sæti í hinum riðlunum, hvaða þrjú lið fara áfram í 8-liða úrslit með sigurvegurum í riðlunum.