10. desember. 2013 02:53
Sigurður Páll Jónsson tók sæti sem varaþingmaður á Alþingi 4. desember sl. í forföllum Ásmundur Einars Daðasonar. Sigurður Páll er fyrsti varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi en hann skipaði fimmta sæti á framboðslista flokksins í síðustu kosningum.
Sigurður Páll, sem er smábátaútgerðarmaður, er fæddur árið 1958. Hann er fæddur og uppalinn Borgnesingar, en hefur búið um árabil í Stykkishólmi þar sem hann býr og starfar ásamt fjölskyldunni sinni. Þetta er í fyrsta skipti sem hann gegnir þingstörfum.