11. desember. 2013 10:30
Elding blossaði upp á himinhvolfinu þegar börn og fullorðnir dönsuðu í kringum jólatréð á skemmtun í Búðardal í gærkvöldi. Fólki varð litið til himins þegar stór og mikill blossi lýsti skyndilega upp himininn í vestri og gerði þessa jólatrésskemmtun Dalamanna enn eftirminnilegri fyrir vikið. Þetta reyndist það vera elding. Svo skemmtilega vildi til að eldingin náðist á myndband. Það má sjá hér fyrir neðan.
Mikið var um eldingar í allt gærkvöld yfir Dölum sem sáust vel, meðal annars í miðdölum. Einnig blossuðu eldingar yfir Suðurlandi. Mikið hagél dundi svo á Hvolsvelli og nágrenni.
Myndina tók Sigurður Sigurðsson. Sjá nánar: www.budardalur.is
Með því að smella hér má fræðast nánar um eldingar á vísindavef Háskóla Íslands.
Jólaelding from Búðardalur.is on Vimeo.