Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. desember. 2013 11:01

Afhendingaröryggi á heitu vatni verði tryggt á næsta ári

Á fundi um heitavatnsmál í Tónbergi á Akranesi í gærkveldi kom fram að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hafi ákveðið að byggður verði nýr 6000 rúmmetra miðlunartankur við bæinn á næsta ári. Tilkoma hans eigi að tryggja afhendingaröryggi á heitu vatni til bæjarbúa, þótt upp komi tvær eða jafnvel þrjár bilanir á aðveituæðinni á sama sólarhringnum. Nýi tankurinn verður þrefalt stærri en sá sem fyrir er og stefnt að útboði á vormánuðum og byggingu hans verði lokið í nóvembermánuði. Álitleg staðsetning hans, að sögn Bjarna Bjarnasonar forstjóra OR, er sunnan núverandi tanks í landi Akraneskaupstaðar. Vegna ástands vatnsmála á Akranesi var ákveðið að færa byggingu hans framar í framkvæmdaáætlun OR, en bygging hans var áður á áætlun 2017. Jafnframt var á fundinum kynnt áætlun um endurnýjun stofnæðarinnar frá Deildartunguhver, en rúma fimm milljarða mun kosta að endurnýja lögnina alla. Þeirri framkvæmt á samkvæmt áætluninni að ljúka 2026. Gert er ráð fyrir að endurnýjað verði lögn við Skorholt, þar sem bilanir hafa verið tíðar að undanförnu, árið 2015. Til þeirrar framkvæmdar verði varið um 300 milljónum króna. Á átta ára tímabili frá 2019 til 2026 verði árlega varið 500 milljónum til endurnýjunar lagnarinnar.

Nýir virkjunarstaðir dýrir og flóknir

Bjarni Bjarnason forstjóri OR sagði á fundinum að kappkostað yrði að tryggja afhendingaröryggi heits vatns á Akranesi. Bygging nýja miðlunartanksins ætti að gera það. Ástandið í dag væri óviðunandi, bæði fyrir íbúana og starfsmenn OR sem ynnu að viðgerðum oft við hættulegt skilyrði í mikilli tímapressu. Bjarni sagði að fjármagn væri takmarkað til framkvæmda hjá Orkuveitunni, en þótt gnægð fjár væri fyrir hendi yrði ekki á nokkrum árum hægt að ljúka endurnýjun aðalæðarinnar frá Deildartunguhver. Þar á eftir að endurnýja 43 km í asbesti, búið að koma 17 km í stálrör. Bjarni var spurður hvernig staðan væri í frekari vatnsöflun í nágrenni Akraness. Hann sagði að leitað hafi verið að heitu vatni víða, en nærtækast væri þó svæðið við Leirá í Leirársveit og að nýta varma sem til félli frá Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga. Bjarni sagði nýtingu þeirra kosta bæði dýra og flókna og ekki á dagskrá á næstunni. Vissulega yrði haldið áfram að nýta möguleika til frekari vatnsöflunar og vera tilbúinn þegar tryggja þyrfti vatn vegna fjölgunar notenda. Viðbót væri ekki brýn á þessu stigi vegna krítískt ástands á Akranesi, þar sem nýr miðlunartankur ætti að leysa það mál.

Fundurinn var alllíflegur, mæting þokkaleg og mikið um fyrirspurnir. Þar kom m.a. fram í yfirliti að bilanir á aðallögninni hafi verið að jafnaði 25 á ári í 32ja ára sögu veitunnar. Ekki er mikill munur á bilanatíðni milli ára. Bilanir síðustu ára hafi ekki aukist en verið í sumum tilfellum alvarlegri en áður, svo sem í frostakaflanum á dögunum þegar tvær bilanir urðu sama daginn. Gissur Ágústsson svæðisstjóri OR á Vesturlandi sagði að það hafi ekki gerst að þrjár bilanir kæmu upp á sama sólarhringnum. Aðspurður sagði hann að tekist hafi að halda í horfinu með því að endurnýja lagnir þar sem bilanir hafi verið tíðastar og lögnin lélegust. Gissur sagði að lögnin stæði sig vel á þurrum köflum svo sem á Hafnarmelum. Eins og áður segir verður næst ráðist í endurnýjun lagnar við Skorholt árið 2015.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is