13. desember. 2013 10:19
Um síðustu helgi var opnuð sýning Sigurbjörg Þrastardóttir; „Hér eru skýin snjakahvít“ í Kirkjuhvoli á Akranesi. Þar voru sýnd verk myndlistarmanna sem hún hefur átt samstarf við. Sýnd eru verk eftir Messíönu Tómasdóttur, Þorvald Þorsteinsson, Bjarna Þór Bjarnason, Lauru Jurt og fleiri. Sýningin átti að vera einnar helgar viðburður en vegna fjölda áskorana verður hún opnuð að nýju um næstu helgi. Á sýningunni má finna teikningar, málverk og ljósmyndir sem hafa bein og óbein tengsl við verk höfundarins og varpa skímu á samstarf rithöfunda við listamenn úr öðrum greinum. Einnig verður á boðstólnum nýtt textaverk sem Sigurbjörg vann í samstarfi við Ragnar Helga Ólafsson, myndlistarmann og kápuhönnuð.
Sigurbjörg Þrastardóttir er bæjarlistamaður Akraness og er sýningin liður í röð viðburða sem hún hefur skipulagt í samstarfi við listastofnanir bæjarins. Þess má geta að sýningin er síðasta sýningin í Kirkjuhvoli, sem um áramót lýkur hlutverki sínu sem listasetur bæjarins.
Sýningin verður opin laugardag og sunnudag kl. 15 – 17. Leiðsögn um hana verður báða dagana kl. 16.