13. desember. 2013 02:32
Á dagskrá Ríkissjónvarpsins klukkan 20:05 í kvöld er spurningaþátturinn Útsvar. Þar mætir lið Akraneskaupstaðar feikisterkum Reyknesingum. Sem fyrr eru fulltrúar Akraness þau Valgarður Lyngdal Jónsson kennari í Grundaskóla, Sigurbjörg Þrastardóttir bæjarlistamaður Akraness og skáld og Þorkell Logi Steinsson kennari í Kelduskóla í Grafarvogi.