15. desember. 2013 09:15
Í tilkynningu frá Vegagerðinni í morgun segir að nú sé vetrarfærð í öllum landshlutum, víðast hvar nokkur hálka eða snjóþekja. Á Vesturlandi og Vestfjörðum er víðast hálka eða snjóþekja en þæfingsfærð á nokkrum leiðum í uppsveitum Borgarfjarðar, á Útnesvegi á Snæfellsnesi og milli Brjánslækjar og Kleifaheiðar á Barðaströnd. Þungfært er síðan á Kleifaheiði. Í Ísafjarðardjúpi er flughálka frá Skötufirði og í Vatnsfjörð.