Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. desember. 2013 11:50

Grátlegt tap Borgnesinga gegn Íslandsmeisturunum

Skallagrímsmenn þurftu að bíta í það súra epli að tapa fyrir öflugu liði Grindvíkinga í Dominos deild karla í körfbolta í Borgarnesi í gærkvöldi, 73:85. Leikurinn var verulega kaflaskiptur og eru Borgnesingar sjálfsagt ennþá að naga sig í handarbökin yfir frammistöðu sinni þar sem þeir voru átján stigum yfir í hálfleik 50:32. Heimamenn réðu lögum og lofum í fyrri hálfleik og hreinlega yfirspiluðu Grindvíkinga sem eru ríkjandi Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára. Þeir gulu og grænu spiluðu stífa vörn og voru útsjónasamir í sóknaraðgerðum sínum sem vörn gestanna réði lítið við.

 

 

Í síðar hálfleik buðu Borgnesingar hins vegar upp á allt aðra spilamennsku sem gestirnir notfærðu sér í þaula. Varnir heimamanna brustu í miðjum þriðja leikhluta og eftir snarpt áhlaup breyttu Grindvíkingar stöðunni úr 61:43 í 61:58, en þannig var staðan eftir leikhlutann. Röð tapaðra bolta hjá Borgnesingum á upphafsmínútum fjórða leikhluta gaf síðan Grindvíkingum tækifæri til að komast yfir. Áður en langt um leið var staðan orðin 64:74 fyrir gestina og allur vindur úr heimamönnum. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir Grindvíkinga sem leyfði minni spámönnum að spreyta sig á lokamínútunum. Lokastaðan að endingu 73:85.

 

Egill Egilsson var stigahæstur í liði Skallagríms með 19 stig og 8 fráköst en á eftir honum kom nýráðinn aðstoðarþjálfari liðsins, Páll Axel Vilbergsson, með 17 stig. Næstir í stigaskori voru  Oscar Bellfield með 11 stig, Davíð Ásgeirsson með 8, Trausti Eiríksson og Orri Jónsson með 7 hvor og loks Kári Jón Sigurðarson og Sigurður Þórarinsson með 2 hvor. Liðið lék án Grétars Inga Erlendssonar í leiknum sem er meiddur í hendi.

 

Tímabilið er nú hálfnað í Dominos deildinni og eru Borgnesingar í næst neðsta sæti með 4 stig. Ljóst er að liðið þarf að taka á honum stóra sínum á nýja árinu ef það ætlar að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni. Meiðsli lykilmanna hefur valdið liðinu erfiðleikum á tímabilinu og er ljóst að meiðsladraugurinn mun halda áfram að hrella það eitthvað fram á nýja árið. Fyrsti leikur liðsins eftir áramót fer fram 9. janúar gegn ÍR og fer leikurinn fram í Borgarnesi.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is