17. desember. 2013 07:00
Lokamót hausttvímennings Briddsfélags Akraness fór fram á fimmtudaginn. Um var að ræða síðasta keppniskvöld af fimm en bestu skor þriggja kvölda giltu til úrslita. Sigur úr býtum báru bræðurnir Guðjón og Þorvaldur Guðmundssynir með meðalskorið 56,64%.
Í öðru sæti urðu þeir Haukur Þórisson og Böðvar Björnsson með meðalskorið 54,44%. Í þriðja sæti urðu Ingi Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Grétar Ólafson með 54,39%, í því fjórða Tryggvi Bjarnason og Þorgeir Jósepsson með 54,21%, fimmtu urðu Alfreð Viktorsson og Þórður Elíasson með 53,10% og loks í sjötta sæti nafnarnir Hörður Jóhannesson og Hörður Pálsson með 52,62%. Alls tóku níu lið þátt í keppninni.