17. desember. 2013 01:47
Ungur ökumaður á norðurleið missti stjórn á fólksbifreið sinni neðan Svignaskarðs í Borgarfirði síðdegis á laugardaginn. Á veginum var krapaelgur í bland við snjórastir. Snerist bifreiðin á veginum og lenti á tveimur bifreiðum sem komu úr gagnstæðri átt. Úr varð hörkuárekstur. Fimm manneskjur í bílunum voru fluttar til læknisskoðunar á heilsugæslustöðina í Borgarnesi. Talið er að meiðsl hafi verið minniháttar á fólki. Bifreiðarnar voru allar stórskemmdar og óökufærar og fluttar á brott með kranabíl.