18. desember. 2013 08:00
Liðsmenn Slökkviliðs Grundarfjarðar hafa eins og á liðnum árum útbúið dagatal sem þeir selja til fjáröflunar. Dagatalið fyrir 2014 er nú komið úr prentun. Í vikunni ætla þeir að ganga í hús í Grundarfirði og bjóða dagatalið til sölu. Verðið er 2.500 krónur eins og á síðasta ári. Þeir félagar hafa sjálfir að öllu leyti komið að gerð dagatalsins. Það er prýtt listrænum ljósmyndum af þeim sjálfum þar sem þeir hafa lítillega fækkað fötum fyrir gott málefni. Tekjum af sölu dagatalsins undanfarin ár hafa farið til að kaupa klippur sem notaðar eru til að losa fólk úr braki, fjárfesta í fjarskiptabúnaði, vatnsdælu fyrir björgunarsveitina Klakk og fleira.