19. desember. 2013 03:38
Grunnskóli Grundarfjarðar á efnilega nemendur. Einn af þeim Anna Halldóra Kjartansdóttir í 10. bekk sem teiknar skemmtilegar myndir af jólasveinunum. Hún hefur gefið skólanum sínum nokkrar og stefnir á að teikna myndir af öllum sveinunum 13. Myndirnar hanga uppi á efri hæð skólans. Til gamans má geta þess að jólamyndirnar sem eru í gluggum verknámshússins eru eftir nemendur sem voru í skólanum kringum árið 1965.