19. desember. 2013 03:58
Skagamenn hafa gengið frá samningi við tvo sterka leikmenn fyrir komandi átök í 1. deildinni en samningarnir gilda til næstu tveggja ára. Um er að ræða tvo unga leikmenn sem búa yfir talsverðri leikreynslu þrátt fyrir ungan aldur en þetta eru leikmennirnir Wentzel Steinarr R Kamban og Ingimar Elí Hlynsson. Wentzel er 25 ára örfættur leikmaður sem hefur allan sinn feril leikið með Aftureldingu en þar á hann að baki 160 leiki og hefur skorað í þeim 36 mörk. Ingimar er 21 árs miðjumaður. Hann hefur undanfarin ár verið á mála hjá FH en á síðasta tímabili lék hann sem lánsmaður með liði BÍ/Bolungarvík. Ingimar hefur einnig leikið með liðum KF og KS/Leifturs og á að baki samanlagt 74 leiki með þessum liðum.