22. desember. 2013 09:50
Á litlu jólunum í Laugargerðisskóla á Snæfellsnesi sl. föstudag var Iðunn Silja Svansdóttir fréttaritari Skessuhorns ásamt fleiri sveitungum. Þessar tvær hressilegu konur kölluðu Iðunni afsíðis og bentu henni vinsamlegast á þá staðreynd að á liðnu ári hefði Skessuhorn birt myndir af flestöllum sveitungum þeirra, en ekki þeim! Iðunn brást skjótt við og myndaði þessar sómakonur. En þetta eru þær Áslaug Guðmundsdóttir ráðskona í Laugargerðisskóli og húsfreyja á Þverá og Herdís Þórðardóttir í Kolviðarnesi, en hún hefur yfirumsjón með leikskólanum.