Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. desember. 2013 11:06

Brautskráð frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í gær

Í gær voru 38 nemendur brautskráðir frá FVA á Akranesi. Athöfnin fór fram á sal skólans og hófst klukkan 14. Jens B. Baldursson aðstoðarskólameistari flutti annál haustannar og Baldvin Már Kristjánsson nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema. Af þeim 38 sem útskrifuðust voru 18 stúlkur og 20 piltar. Þrír höfðu lokið burtfararprófi af iðnbraut og 35 höfðu lokið stúdentsprófi. Flestir, eða 30, eiga lögheimili á Akranesi. Af hinum átta eru fimm víðsvegar að af Vesturlandi, einn á heimili í Neskaupstað, einn í Garðabæ og einn í Reykjavík. Tónlistarmenn sem fram komu við athöfnina voru Sólveig Rún Samúelsdóttir sem söng við undirleik Birgis Þórissonar og flautuleikararnir Patrycja Szalkowicz, Elsa María Guðlaugsdóttir  og Sigrún Ágústa Sigurðardóttir.

 

 

 

Nokkrir útskriftarnemar fengu verðlaun og viðurkenningar fyrir góðan námsárangur og störf að félagsmálum. Nöfn þeirra sem gáfu verðlaun eru innan sviga:

 

Elísa Svala Elvarsdóttir fyrir ágætan námsárangur í íþróttum (Landsbankinn á Akranesi) og í líffræði (Soroptimistasystur á Akranesi).

 

Hekla Haraldsdóttir fyrir ágætan námsárangur í efnafræði (Norðurál ehf.) og í þýsku (Íslandsbanki á Akranesi).

 

Jón Björgvin Kristjánsson fyrir ágætan námsárangur í íþróttum (Rótarýklúbbur Akraness).

 

Magnús Björn Sigurðsson fyrir ágætan námsárangur í stærðfræði (Endurskoðunarskrifstofa Jóns Þórs Hallssonar).

 

Sólveig Rún Samúelsdóttir fyrir bestan árangur á stúdentsprófi við Fjölbrautaskóla Vesturlands á haustönn 2013 (Fjölbrautaskóli Vesturlands), fyrir góð störf að félags- og menningarmálum í skólanum (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar) og fyrir ágætan námsárangur í efnafræði (Efnafræðifélag Íslands), íslensku og sögu (Uppheimar), líffræði (Elkem Ísland ehf.) og þýsku (Eymundsson á Akranesi).

 

Sveinn Kristján Sveinsson fyrir ágætan námsárangur í tölvufræði (Omnis).

 

Valdimar Ingi Brynjarsson fyrir góð störf að félags og menningarmálum í skólanum (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar) og fyrir ágætan námsárangur í uppeldisfræði (Verkalýðsfélag Akraness).

 

Valdís Marselía Þórðardóttir fyrir ágætan námsárangur í raungreinum (Gámaþjónusta Vesturlands) og í stærðfræði (GT Tækni ehf.).

 

Fleiri myndir frá athöfninni munu birtast í Skessuhorni 3. janúar nk.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is