24. desember. 2013 10:45
Hálka eða snjóþekja er nú á flestum vegum á Vesturlandi og sumsstaðar skafrenningur, en þó er ófært og óveður á Fróðárheiði. Óveður er einnig á sunnanverðu Snæfellsnesi. Ábendingar frá veðurfræðingi: „Þó aðeins dragi úr mesta storminum um landið norðvestanvert í bili, verður í dag
skafrenningur og ofanhríð með köflum frá Snæfellsnesi vestur og norður um á utanverðan Eyjafjörð. Vindur fer vaxandi suðaustanlands og reikna má með hviðum 35-50 m/s sunnan undir Vatnajökli frá Lómagnúpi austur fyrir Hornafjörð og sandfoki m.a. á Skeiðarársandi. Á Kjalarnesi er búist við hviðum 30-35 m/s í dag og eins á sunnanverðu Snæfellsnesi. Á Austfjörðum fer veður versnandi með snjókomu og stormi um og eftir miðjan daginn.“