24. desember. 2013 10:01
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til samráðsfundar í gær vegna slæms veðurútlits yfir jólin. Viðbragðsaðilar og þjónustuaðilar tengdir orku- og fjarskiptamálum auk Veðurstofu og Vegargerðarinnar fylgjast grannt með framvindunni og manna flestir aðilar vaktir yfir hátíðirnar. Vegna mikillar úrkomu má búast við að færð muni spillast hratt og ekkert útlit er fyrir að gefi til ferðalaga á Vestfjörðum og Norðurlandi næstu daga. Veginum á milli Ísafjarðar og Súðavíkur var lokað kl 20:00 í gær vegna snjóflóðahættu. Fólk er beðið um að vera ekki á ferðinni og fylgjast vel með upplýsingum frá Vegagerðinni og Veðurstofu Íslands.