09. desember. 2004 07:39
Hin borgfirska hljómplötuútgáfa, Steinsnar í Fossatúni, hefur náð góðum árangri í jóladiskaflóðinu ef svo má segja. Plata Ragnheiðar Gröndal, Vetrarljóð, hefur verið á toppi Tónlistans síðustu tvær vikur og hefur verið seld í yfir 5000 eintökum. Þá hafa Sálmar Ellenar Kristjánsdóttur selst í yfir 2000 eintökum og sömu sögu er að segja af Allt það góða, sólóplötu Helga Péturssonar.
Steinar Berg Ísleifsson eigandi Steinsnar segir að mikið álag hafi verið á “pickupbíl” fyrirtækisins að undanförnu en hann er notaður fyrir flutninga á geisladiskum milli Reykjavíkur og Fossatúns.