27. desember. 2013 11:18
Kjöri Íþróttamanns Akraness fyrir árið 2013 verður lýst að kvöldi þrettándans, mánudaginn 6. janúar nk. Friðþjófsbikarinn verður nú afhentur Íþróttamanni Akraness í 23. skipti en hann er gefinn til minningar um Friðþjóf Daníelsson og er gefinn af móður hans og systkinum. Valið fer fram með þeim hætti að það er tíu manna nefnd sem greiðir atkvæði um það hver hlýtur titilinn Íþróttamaður Akraness en aðildarfélög innan ÍA tilnefna fulltrúa sína, alls fjórtán félög. Við val á Íþróttamanni Akraness hefur dómnefnd til hliðsjónar afrek og keppni innanlands- og utan, stöðu viðkomandi á landsvísu og umsagnir.
Eftirfarandi eru tilnefndir:
Badmintonmaður ársins: Egill G. Guðlaugsson
Fimleikamaður ársins: Logi Örn Axel Ingvarsson
Fimleikakona ársins: Harpa Rós Bjarkadóttir
Hestaíþróttamaður ársins: Jakob Svavar Sigurðsson
Íþróttamaður Þjóts: Laufey María Vilhelmsdóttir
Karatekona ársins: Hafdís Erla Helgadóttir
Kylfingur ársins: Valdís Þóra Jónsdóttir
Keilumaður ársins: Magnús Sigurjón Guðmundsson
Knattspyrnumaður ársins: Joakim Wrele
Knattspyrnukona ársins: Birta Stefánsdóttir
Knattspyrnumaður Kára: Almar Björn Viðarsson
Kraftlyftingamaður ársins: Einar Örn Guðnason
Körfuknattleiksmaður ársins: Hörður Kristján Nikulásson
Sundmaður ársins: Ágúst Júlíusson
Vélhjólaíþróttamaður ársins: Ernir Freyr Sigurðsson.