Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. desember. 2013 11:40

Hinn guðdómlegi gleðileikur verður fluttur í Borgarnesi í kvöld

Í kvöld á þriðja degi jóla, verður jólasagan í alþýðustíl leikin í Hjálmakletti, hátíðarsal Menntaskóla Borgarfjarðar. Ævintýrið hefst með athöfn í kirkjunni kl. 18 en þaðan gengin blysför að menntaskólanum þar sem sýningin hefst um kl. 19:00. Á leiðinni verður staðnæmst við tónlistarskólann þar sem Theodóra Þorsteinsdóttir, Olgeir Helgi Ragnarsson, Sigríður Ásta Olgeirsdóttir og Hanna Ágústa Olgeirsdóttir syngja „Ó helga nótt.“ Þetta er fjórða sinn sem Hinn guðdómlegi gleðileikur er fluttur. Textinn er allur í bundnu máli í anda gamalla helgileikja frá Bretlandi þar sem persónur jólaguðspjallsins taka á sig mannlegar myndir og atburðirnir hafa skýrskotanir til samtímans. Höfundar textans eru Kjartan Ragnarsson og Unnur Halldórsdóttir en leikmyndin er eftir myndlistarmanninn Ragnar Kjartanson.

 

 

 

Mikill fjöldi sjálfboðaliða tekur þátt í undirbúningnum og sýningunni sjálfri. Leikarar koma úr röðum íbúa Borgarbyggðar, vitringana þrjá leika til dæmis skólastjórar Leikskólans Uglukletts, Grunnskólans í Borgarnesi og Menntaskóla Borgarfjarðar, sveitarstjóri Borgarbyggðar leikur sendiboða og Ágústínus keisara leikur lögreglustjórinn í Borgarbyggð. Hollvinir Borgarness og Björgunarsveitin Brák sjá um undirbúning og skipulag. Þrír kórar sjá um sönginn, Barnakór Borgarness undir stjórn Steinunnar Árnadóttur, Freyjukórinn undir stjórn Zsuzsönnu Budai og Samkór Mýramanna undir stjórn Jónínu Ernu Arnardóttur.  Leikstjóri er Eiríkur Jónsson. „Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir en tekið skal fram að ekki verður hleypt inn í Menntaskólann fyrr en blysförin er komin á staðinn,“ segir í tilkynningu.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is