27. desember. 2013 01:27
Mildi þykir að ekki fór illa þegar flutningabíll með fjörutíu feta gám á vagni lenti utan vegar skammt frá afleggjaranum að Munaðarnesi í Borgarfirði sl. sunnudag. Vegurinn er hár á þessum stað og skammt frá þar sem bíllinn stöðvast er djúpur vegskurður. Mikil hálka var á þessum slóðum þegar óhappið varð en bíllinn fór útaf öfugum megin miðað við akstursstefnu. Tvo vel búna bíla með krönum þurfti til að koma bílnum, vagninum og gámnum aftur upp á veg. Bíllinn var tekin á pall og gámavagninn hengdur aftan í annan bíl.