Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. desember. 2013 02:54

Bæjarstjórn taldi sig verða að eyða óvissu um framtíð Sementsverksmiðjureitsins

Bæjarstjórn Akraness afgreiddi  formlega á fundi sínum í morgun samkomulagið um yfirtöku á sementsverksmiðjureitnum og mannvirkjum á honum. „Einhugur ríkti í bæjarráði og bæjarstjórn um að ganga til samkomulagsins, sem samþykkt var samhljóða á lokuðum bæjarstjórnarfundi. Óþarft er að fjölyrða um mikilvægi svæðisins sem hér er um að tefla. Það snýr til suðurs nálægt höfninni, Langasandi og miðbænum. Með samkomulaginu fær Akraneskaupstaður fullt forræði yfir svæðinu til skipulagningar og ráðstöfunar mun fyrr en ella. Án samnings hefði óvissa ríkt um ráðstöfun stórs hluta svæðisins auk mögulegs gjaldþrots Sementsverksmiðjunnar.“

Þá segir í fréttatilkynningu Akraneskaupstaðar að bæjarfélagið og Sementsverksmiðjan hafi árið 2003 samið um eignarhald Akraneskaupstaðar á öllum lóðum sem áður tilheyrðu verksmiðjunni. Flestir lóðarleigusamningarnir eru hins vegar með gildistíma til ársins 2028 og sumir með forleigurétti Sementsverksmiðjunnar að þeim tíma liðnum. „Strompur Sementsverksmiðjunnar, táknmynd Akraness í flestra augum, er á svæði sem nú er komið á forræði bæjarins. Örlög strompsins, sem og annarra mannvirkja á sementsreitnum, ráðast í því ferli umræðna og skipulags sem í hönd fer.“

 

Fáein kjarnaatriði samkomulagsins

Samandregið má hér að neðan lesa helstu atriði sem í samkomulagi Arion banka, Akraneskaupstaðar og Sementsverksmiðjunnar frá því fyrr í dag:

 

1.         Akraneskaupstaður tekur nú við mannvirkjum sem eru alls um 21.500 fermetrar. Mannvirkin eru kvaða- og veðbandslaus og afhent án endurgjalds. Bærinn tekur við réttindum á lóðum upp á alls um 55.500 fermetra.

2.         Sementsverksmiðjan ehf. mun starfa að innflutningi sements og leigja tæplega 11% af flatarmáli lóða á sementsreitnum til 2028. Þegar leigusamningurinn rennur út fær Akraneskaupstaður öll mannvirki á viðkomandi lóð afhent án kvaða, veðbanda eða endurgjalds.

3.         Kostnaður Akraneskaupstaðar vegna svæðisins verður um 15 milljónir króna á ári (tryggingar, rafmagn, vatn, hiti, fráveita o.fl.) þar til mannvirkin hafa verið fjarlægð og uppbygging hefst.

4.         Húsrýmið sem Sementsverksmiðjan tekur á leigu er alls um 1.400 fermetrar og Akraneskaupstaður fær af því um 6,3 milljónir króna í leigugjald á ári.

5.         Akraneskaupstaður fær Faxabraut 10 (gula skemman) afhenta eftir 3 mánuði og hefur möguleika á að selja eða leigja öðrum.

6.         Akraneskaupstaður fær við undirritun samningsins eingreiðslu upp á 23,4 milljónir króna í samræmi við ákvæði samnings frá árinu 2003 um niðurrif svokallaðrar efnisgeymslu.

7.         Sementsverksmiðjan skuldbindur sig til að mála mannvirki á leigulóð sinni á árunum 2014-2016, þar með talin sementssíló og bryggju-og færibandahús.

8.         Sementsverksmiðjunni er gert að fjarlægja allan lausan búnað (vélar, tæki o.fl.) fyrir 1. september 2014.

9.         Kostnaður vegna skipulags og undirbúnings við að gera svæðið byggingarhæft mun falla á Akraneskaupstað. Gert er ráð fyrir að kostnaður bæjarins við niðurrif mannvirkja geti numið um 250 milljónum króna. Á móti þeim kostnaði koma 23,4 milljónir króna sem Sementsverksmiðjan ehf. greiddi í dag vegna niðurrifs á efnisgeymslu, og einnig tekjur vegna sölu eða leigu á Faxabraut 10. Þá hefur bærinn tekjur af sölu byggingarréttar og af gatnagerðargjöldum til að standa undir því að gera svæðið byggingarhæft.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is