27. desember. 2013 04:14
„Með vaxandi vindi, lítið eitt hlýnandi veðri og talsvert mikilli úrkomu má reikna með vaxandi veðuráraun á raflínur á Vestfjörðum, Snæfellsnesi, í Dölum og við Hrútafjörð allt þar til í kvöld að veður fer skánandi að nýju,“ segir í tilkynningu frá Landsneti.
Veðurstofan spáir norðaustan 10-18 m/s, en 15-23 norðvestan til á landinu fram eftir kvöldi. Snjókoma norðan- og austan lands, dálítil él á suðvesturlandi, annars úrkomulítið. Norðan 8-13 m/sek á morgun og éljagangur fyrir norðan og austan, en léttskýjað sunnan heiða. Austlægari vindur seint annað kvöld á suðvestanverðu landinu og snjókoma. Frost 0 til 5 stig.