Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. desember. 2004 10:18

Heimsborgarajól og áramót í Hvalfirði

Flestir Íslendingar kjósa að dvelja í faðmi stórfjölskyldunnar um jól og áramót, sumir velja að ferðast og stækkandi hópur kýs að dvelja í heilsárshúsi úti á landi á þessum tíma. Til landsins streymir einnig vaxandi fjöldi erlendra ferðamanna, gestir sem bæði vilja upplifa Ísland og íslenska menningu á þessum árstíma þegar sól er hvað lægst á lofti. Vitað er að á þessum tíma ljóss og friðar eru einnig nokkuð margir sem kvíða einsemd og einangrunar meðal annars vegna þess að þeir eru fjarri vinum og ættingum eða einfaldlega eiga ekki marga að. Þannig hefur íslenskt samfélag verið að breytast talsvert á síðasta áratug og nú er svo komið að samkvæmt skrám Hagstofunnar eru einmenningsheimili, heimili þar sem einungis einn hefur fasta búsetu, næstum þriðjungur heimila í landinu. Til þess að mæta þörfum þessa breytilega en vaxandi hóps hafa stjórnendur Hótels Glyms í Hvalfirði nú ákveðið að hafa opið um jól og áramót í stað þess að loka, eins og svo margir gerayfir hátíðarnar.

Þannig verður útlendingum jafnt sem Íslendingum boðið að koma og dvelja í faðmi “fjölskyldunnar” í Hvalfirði. Aðspurð segir Hansína B Einarsdóttir, hótelstjóri að undafarin ár hafi gestir þeirra verið frá öllum heimshornum um hátíðarnar; allt frá Íslendinum sem vilja breyta til eða bara búa á einu stóru jólaheimili og til Japana og Ameríkana og allt þar á milli. “Við bjóðum upp á samfellda dagskrá fyrir þá sem það vilja þar sem afþreying, góður matur og drykkur, skoðunarferðir, messur, útsýnisferðir, sveitabæjaheimsóknir og ýmislegt annað verður í boði. Gestir okkar geta þannig valið og sett saman dagskrá að eigin smekk, en takmarkið er að þeir sem hingað koma geti varið tímanum að vild saman með öðru fólki, kynnst menningu okkar og annarra og átt saman hátíðlega og góða stund hér í faðmi fjallanna og fólksins sem hér mun dvelja með okkur,” sagði Hansína.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is