31. desember. 2013 06:59
Atvinnuvegaráðuneytið hefur gefið út breytingu á reglugerð um greiðslumark í mjólk og verður það því aukið um tvær milljónir lítra strax á næsta ári. Greiðslumarkið verður því 125 milljónir lítra. Fyrr í vetur gaf ráðherra út reglugerð sem hækkaði greiðslumarkið um sjö milljónir lítra. Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði komust að þeirri niðurstöðu skömmu fyrir jól að þessi aukning væri ekki nægjanleg og sendi ósk til ráðherra um að hækka greiðslumarkið um tvær milljónir lítra til viðbótar. Engin dæmi eru um að greiðslumark hafi verið aukið um níu milljónir lítra milli ára. Ástæðan fyrir þessu er mikil aukning á neyslu mjólkurafurða. Aukið greiðslumark hefur engin áhrif á útgjöld ríkissjóðs.