30. desember. 2013 03:30
Til stendur að kveikja í áramótabrennu á Akranesi snemma á gamlárskvöld. Borinn verður eldur að bálkesti sem Akraneskaupstaður og Gámaþjónusta Vesturlands hafa hlaðið kl. 20.00 við tjaldstæðið í Kalmansvík við tjaldstæðið.
Sá fyrirvari er þó hafður á að veður haldist skaplegt og vindáttir verði hagstæðar. Fari svo að hvessi mjög og vindur standi á þéttbýli verður brennunni aflýst. Áhugasömum er því bent á að fylgjast með þróun veðurs upp úr hádegi á gamlársdag. Engar fyrirætlanir voru uppi um að halda flugeldasýningu samhliða brennunni. Það hefur þó breyst þar sem fyrirtæki á borð við Norðurál, Landsbankann, GT Tækni og hugsanlega fleiri ætla að slá saman í sýningu.