01. janúar. 2014 05:25
„Óveður er á Kjalanesi, Mosfellsheiði, á Lyngdalsheiði og víðar í uppsveitum Suðurlands. Hálka er á Hellisheiði og Hálkublettir í Þrengslum. Hálka eða hálkublettir eru víðast hvar á Suðurlandi. Flughálka er á Krýsuvíkurvegi og nokkrum vegum í kringum Hvolsvöll. Hvasst verður af norðaustan í allan dag og stormur víða á fjallvegum. Á Vesturlandi er hálka eða hálkublettir á vegum. Óveður er undir Hafnafjalli, við Hafursfell, í Staðarsveit og á Fróðárheiði. Hálka og skafrenningur er á Holtavöruheiði. Flughálka er í vestanverðum Hrútafirði,“ segir í tilkynningu frá Vegagerðinni nú síðdegis á nýjársdegi. Hviður um 30-35 m/s verða á sunnanverðu Snæfellsnesi og í Reykhólasveit og eins upp úr miðjum degi undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi. Vægur bloti verður víðast áfram í byggð og við þessar aðstæður verða sumir vegir þar sem klaki er frekar varsamir, flughálir í þetta miklum vindi. Sérstaklega á þetta við norðan- og austanlands, en einnig á útvegum sunnan- og vestanlands. Á fjallvegum er kaldara og þar er hríðarmugga og skafrenningur, einkum frá Öxnadalsheiði austur um í Oddsskarð. Hálka er nú mjög víða á landinu og flughált á nokkrum víða.