Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. janúar. 2014 02:01

Hámarksútsvar lagt á í flestum sveitarfélögum

Átta sveitarfélög á Vesturlandi hafa hækkað útsvarsprósentu sína í hámarskútsvar sem er 14,52%. Þetta eru Borgarbyggð, Akraneskaupstaður, Grundarfjarðarbær, Snæfellsbær, Stykkishólmsbær, Dalabyggð, Helgafellssveit og Reykhólahreppur. Hækkun hlutfallsins frá fyrra ári er 0,04%, en hámarksútsvar var einmitt 14,48% áður en stjórnvöld ákváðu að hækka leyfilegt hámarskútsvar í 14,52% á síðasta ári. Þrjú sveitarfélög í landshlutanum héldu útsvarsprósentunni hins vegar óbreyttri þrátt fyrir hækkun hámarksútsvars. Þau eru Hvalfjarðarsveit með 13,64%, Eyja- og Miklaholtshreppur með 14,48% og Skorradalshreppur með 12,44%. Lágmarksútsvar er 12,44% og er Skorradalshreppur ásamt Grímsnes- og Grafningshreppi því með lægsta útsvarshlutfall í landinu.

Samtals eru 58 sveitarfélög sem leggja á hámarksútsvar af sveitarfélögunum 74. Fimm halda hins vegar útsvarinu óbreyttu og þá eru tvö með lágmarksútsvar. Þrjú sveitarfélög hafa síðan lækkað útsvarshlutfallið, Grindavík, Vestmannaeyjar og Grímsnes- og Grafningshreppur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is