Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. janúar. 2014 10:01

Þórarinn Eldjárn segir sögu Barónsins á Hvítárvöllum

Þórarinn Eldjárn rithöfundur mun næstkomandi föstudag frumflytja frásögn sína af Baróninum á Hvítarvöllum á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi. Í tilkynningu frá Landnámssetrinu segir um sýninguna og Baróninn:

„Föstudaginn 10. janúar klukkan 20 frumflytur Þórarinn Eldjárn hina mögnuðu sögu Barónsins á Hvítárvöllum. Þórarinn skrifaði skáldsögu um Baróninn og kom hún út fyrir réttum tíu árum, eða 2004. Baróninn, eða Charles Gouldrée-Boilleau eins og hann hét réttu nafni, kom til Íslands árið 1898 með þá staðföstu ákvörðun að ætla að setjast að á Íslandi. Hann sá mikil tækifæri bæði í landbúnaði, sjávarútvegi og ferðaþjónustu og lét sig dreyma um stórbrotnar framkvæmdir. Allri veru hans hér á landi lýstu samtímamenn hans með einu orði, þ.e. „ævintýri.“  En það mætti líka kalla það harmleik, vegna sorglegra endaloka þessa dularfulla manns. Þórarinn Eldjárn er meðal okkar merkustu rithöfunda og stígur nú á stokk sem hinn „Talandi höfundur“ og segir okkur söguna sem hann hefur áður unnið á bók.“

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is