Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. janúar. 2014 12:59

Fjórðungur fyrirtækja býst við að ráða fleira starfsfólk

Fyrirtæki á Vesturlandi eru líklegri til að ráða fleiri starfsmenn í vinnu en að segja upp fólki á næstu 12 mánuðum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri vefkönnun sem Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi stóð að meðal fyrirtækja í landshlutanum í nóvember. Þar kemur fram að tæplega 25% fyrirtækja telja að starfsmönnum muni fjölga lítið eitt á næstu 12 mánuðum á meðan um 10% fyrirtækja býst við að starfsmönnum fækki lítið eitt. Þá gera 2% fyrirtækja ráð fyrir því að fækka mikið í starfsmannahaldi sínu. Um 65% fyrirtækja sjá síðan fyrir sér óbreyttan starfsmannafjölda á næstu 12 mánuðum. Að mati þeirra Vífils Karlssonar og Einars Þorvaldar Eyjólfssonar, sem sjá um úrvinnslu könnunarinnar hjá SSV, benda niðurstöðurnar til þess að viðleitni fyrirtækjanna ætti að birtast í aukinni eftirspurn eftir vinnuafli á svæðinu. Atvinnuhorfur á Vesturlandi eru því einkar góðar á árinu sem nú er gengið í garð.

 

 

„Það að 90% fyrirtækja á Vesturlandi sjái fyrir sér fjölgun eða óbreyttan fjölda starfa gæti verið vísbending um gott starfsöryggi fyrir íbúa svæðisins,“ sagði Vífill í samtali við Skessuhorn. „Þegar Vesturlandi var skipt upp í fernt (Akranes og Hvalfjörður, Borgarfjarðarsvæði, Snæfellsnes og Dali) kom í ljós að áhugi fyrir fjölgun starfsmanna var helst bundinn við Borgarfjarðarsvæðið. Þá var ferðaþjónustan frekar á þeim buxunum að ráða fólk en ríkisfyrirtæki að segja fólki upp. Að öðru leyti var ekki marktækur munur á svörun á milli landssvæða, atvinnugreina og eignarforms fyrirtækjanna.“

 

Tæplega 200 fyrirtæki svöruðu könnuninni af u.þ.b. 900 starfandi fyrirtækjum á Vesturlandi, sem telst nokkuð gott svarhlutfall að mati Vífils.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is