07. janúar. 2014 06:01
Í ljósi nýrra laga sem samþykkt voru á Alþingi skömmu fyrir jól um frestun á nauðungarsölum, skorar stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna á fjármálastofnanir að samþykkja umsóknir gerðarþola, sem nýlega hafa misst heimili sín, um að uppboð gangi ekki endanlega í gegn fyrr en eftir 1. september 2014. „Frestun fram yfir 1. september í þeim tilfellum þar sem nauðungarsala hefur þegar farið fram (en samþykkisfrestur er ekki útrunninn) er háð samþykki gerðarbeiðanda. Þeir sem standa í þessum sporum eiga því allt undir því að viðkomandi fjármálafyrirtæki samþykki frestinn,“ segir í tilkynningu frá Vilhjálmi Bjarnasyni f.h. Hagsmunasamtaka heimilanna.