Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. janúar. 2014 01:07

Lögreglan á Akranesi lítur yfir árið

Alls voru 1845 verkefni og mál skráð hjá embætti lögreglunnar á Akranesi á árinu 2013. Þar af voru 28 fíknefnamál sem voru af ýmsum toga allt frá því að vera varsla á litlum skömmtum af fíknefnum í að vera framleiðsla og sala fíkniefna í töluverðu magni. Einnig voru umferðarlagabrot sem tengdust vímuefnum 64 talsins, 30 mál vegna ölvunar við akstur 2 vegna akstur undir áhrifum lyfja og 32 vegna aksturs undir áhrifum fíknefna. Eru þessar tölur nokkuð svipaðar og árin á undan. Að sögn lögreglu hefur á undanförnum árum orðið mikill samdráttur í umferðarmálum almennt, enda hefur eftirlit dregist saman vegna sparnaðar. Farin hefur verið sú leið að beina kröftum að eftirliti vegna ölvunar og vímuefnaaksturs og samdráttur frekar látinn bitna á öðrum þáttum umferðareftirlitsins.

 

 

 

„Eignaspjöll voru skráð 41 talsins sem er talsvert minna en árið á undan og minniháttar líkamsárásir voru 18 talsins. Nokkuð svipað og 2012. Rannsóknir þessara mála eru á borði almennu deildarinnar auk þess sem hún aðstoðar við rannsóknir annarra mála þegar þess er þörf.  Mikill fjöldi kynferðisbrota kom upp í lok ársins 2012 og fram á vormánuði 2013 á Vesturlandi. Þá voru skráð til rannsóknar hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Akranesi 27 kynferðisbrot af öllu Vesturlandi á árinu auk mála annarsstaðar frá af landinu. Sum þessara mála voru mjög umfangsmikil í rannsókn og um mitt ár var fjölgað í rannsóknardeild um einn mann til að bregðast við auknum verkefnum. Til samanburðar má geta þess að árin á undan hafa komið upp um 7 – 12  mál af þessum toga á ári.  Auk kynferðisbrota  annaðist rannsóknardeildin rannsóknir á m.a. alvarlegum líkamsárásum, slysum og flóknari málum af ýmsum toga á borð við eldsvoða, vinnuslys, fjárdrátt, skjalafals og fjársvik.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is