07. janúar. 2014 02:07
Aðalfundur Breiðfirðingafélagsins verður að þessu sinni haldinn 20. febrúar. Snæbjörn Kristjánsson formaður félagsins hvetur félagsmenn til að hafa samband við félaga í kjörnefnd, hafi þeir áhuga eða viti um einhvern sem hefur áhuga á að gefa kost á sér í stjórn félagsins. Kjörnefndina skipa Benedikt Egilsson, Bjarnheiður Magnúsdóttir og Guðmundur Theódórs. „Það hefur lengi verið vandamál að fá fólk til starfa fyrir félagið,“ segir Snæbjörn í nýjasta fréttabréfi félagsins. Til staðfestingar tilfærir hann eftirfarandi úr fréttabréfinu í febrúar fyrir þrettán árum: Það er mikið í húfi fyrir sérhvert félag að til forystu sé valin sterk og framsækin stjórn, sem hefur vakandi auga fyrir vilja hins almenna félaga. Það sem að mínu mati háir félaginu mest er skortur á yngra fólki til starfa og stjórnunar. Hér á ég við fólk á aldrinum 25 til 50 ára,“ segir í þessum 13 ára gamla pistli. Enn er sama staðan í Breiðfirðingafélaginu eins og reyndar mun vera raunin í mörgum átthagafélögum í landinu.