Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. janúar. 2014 12:01

Fundað um gagnkröfur í þjóðlendumálum

Landeigendur og aðrir hagsmunaaðilar í Borgarbyggð fjölmenntu á fund sem sveitarfélagið boðaði til vegna kröfugerðar íslenska ríkisins í þjóðlendumálum. Var fundurinn í Ráðhúsinu í Borgarnesi sl. mánudagsmorgun. Þar fór Óðinn Sigþórsson í Einarsnesi yfir kröfugerð ríkisins til þjóðlendna í Mýra- og Borgarfjarðasýslu sem birt var í Lögbirtingablaðinu 18. desember síðastliðinn og í framhaldinu voru næstu skref í málinu rædd, einkum hvernig brugðist verður til varna. Að sögn Páls S. Brynjarssonar sveitarstjóra var um góðan og gagnlegan fund að ræða og taldi hann að flestir ef ekki allir sem hagsmuna eiga að gæta í málinu hafi mætt á fundinn.

„Fyrst og fremst var um kynningarfund að ræða. Næsta skref verður að undirbúa vörn fyrir Óbyggðnefnd og mun sveitarfélagið hafa forgöngu um að fá lögfræðinga til verksins, en hefð er fyrir því að sveitarfélög hafi milligöngu um slík mál,“ segir Páll sem býst við að gengið verði frá ráðningu lögfræðinga á næstu dögum. „Um gjafsókn er að ræða þannig að ríkið mun greiða kostnað vegna varnar í málinu sem rekin verður fyrir Óbyggðanefnd síðar á árinu.“

 

Hér má sjá uppdrátt af hnitsettum landamerkjum í Borgarbyggð og aðalkröfu ríkisins um þjóðlendur á svæðinu.

 

Nánar er fjallað um fundinn í nýjasta tölublaði Skessuhorns sem kom út í dag. Þar er m.a. rætt við Óðinn Sigþórsson í Einarsnesi og Snorra Jóhannesson bónda á Augastöðum og formanns sjálfseignarstofnunar Arnarvatnsheiðar og Geitlands.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is