Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. janúar. 2014 11:01

„Í landslagi markaðarins snýst allt um að vera á vaktinni“

Lengi býr að fyrstu gerð. Svo á við í tilfelli Unnars Bergþórssonar frá Húsafelli í Borgarfirði sem nýverið var ráðinn sem verkefnastjóri nýrrar ferðaþjónustudeildar auglýsingastofunnar Pipar/TBWA í Reykjavík. Nefnist deildin Pipar/Travel. Unnar er 27 ára gamall og er sonur hjónanna Bergþórs Kristleifssonar og Hrefnu Guðrúnar Sigmarsdóttir hjá Ferðaþjónustunni á Húsafelli. Þrátt fyrir ungan aldur á Unnar að baki nokkra reynslu í ferða- og markaðsmálum, enda má segja að hann sé nokkurn veginn alinn upp í því umhverfi.

Bakgrunnur Unnars er áhugaverður af þessum sökum. Ferðaþjónusta er honum í blóð borin. Hann tilheyrir fjórðu kynslóð ferðaþjónustufólks á Húsafelli, en auk foreldra hans voru afi hans og amma, þau Kristleifur Þorsteinsson og Sigrúnar Bergþórsdóttur, frumkvöðlar í ferðaþjónustu á staðnum á sinni tíð. Þess utan hóf langafi Unnars, Þorsteinn Þorsteinsson, að þjónusta ferðafólk í Húsafelli á fyrri hluta síðustu aldar.

 

„Jú, það má segja að ég sé eiginlega alinn upp í ferðaþjónustu. Ég hef unnið við ferðaþjónustuna heima á Húsafelli frá því að ég man eftir mér, bæði með mömmu og pabba og afa og ömmu. Ég fékk til dæmis oft að vera með afa á sínum tíma og lærði maður mjög mikið af honum.“

 

Sjá nánar viðtal við Unnar Bergþórsson verkefnastjóra hjá Pipar/Travel í Reykjavík sem birtist í nýjasta tölublaði Skessuhorns sem kom út í dag. Í viðtalinu ræðir Unnar um bakgrunn sinn á Húsafelli og starfsemi Pipar/Travel.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is