Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. janúar. 2014 10:01

Sigurborg býður sig ekki fram aftur

„Árið 2014 er gengið í garð og í vor lýkur þessu kjörtímabili. Með þessum línum vil ég líta yfir farinn veg og gera grein fyrir þeirri niðurstöðu minni að gefa ekki kost á mér til áframhaldandi setu í bæjarstjórn Grundarfjarðar.“ Svo byrjar Sigurborg Kr. Hannesdóttir forseti bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar og oddviti L-lista Bæjarmálafélagsins Samstöðu í pennagrein sem birtist í Skessuhorni í dag.

L-listinn náði hreinum meirihluta í sveitarstjórnarkosningum vorið 2010 og kom Sigurborg þá ný inn í bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar. „Ástæðan fyrir því að ég ákvað, vorið 2010 að gefa kost á mér til starfa í bæjarstjórn, var að mér fannst spennandi að taka þátt í að byggja upp hið „Nýja Ísland,“ eftir bankahrun. Ég hafði þá í tíu ár sérhæft mig í aðferðum við samræðu og aðkomu almennings að ákvarðanatöku,“ segir Sigurborg í greininni um aðkomu sína að stjórnmálum fyrir fjórum árum síðan.

 

Að hennar mati hefur Grundarfjarðarbæjar stigið fjölbreytt skref til að koma á virkri samræðu við íbúa á kjörtímabilinu um ýmis mál, skref sem hafi verið vel tekið meðal íbúa. „Þrátt fyrir þessa viðleitni og árangur, hefði ég viljað sjá okkur komast lengra. Ég hefði viljað sjá meiri árangur í breyttu hugarfari, þannig að við litum æ oftar á okkur sem samstarfsaðila, bæjarstjórn og íbúa. Eitt af því sem ég hef lært er að mikilvægustu ákvarðanirnar um málefni sveitarfélaga eru ekki teknar af sveitarstjórnum, heldur bundnar í lög og reglugerðir. Ákvarðanir sem hafa áhrif á aðstæður okkar eru kannski teknar í Reykjavík, Brussel eða á Wall Street. Einmitt þess vegna skiptir máli að við tökum virkan þátt í því sem við þó getum haft áhrif á.“

 

Grundarfjarðarbær hefur staðið frammi fyrir ýmsum verkefnum á kjörtímabilinu og hefur þyngsta verkefnið verið erfið fjárhagsstaða sveitarfélagsins. Sigurborg segir í greininni að mestur tími bæjarstjórnar á kjörtímabilinu hafi farið í vinna úr þeirri stöðu og þar hafi náðst góður árangur.

 

Lesa má pennagrein Sigurborgar með því að smella hér.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is