Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. janúar. 2014 08:01

Undirbúningur á fullu fyrir þorrablót Skagamanna

„Það fer allt að verða klárt fyrir þorrablótið. Skemmtiatriðin eru svo gott sem klár, við erum búnir að ráða hljómsveit og miðasalan er að byrja, en hún verður í Íslandsbanka. Núna verður fólk að verða tímanlega í því svo það lendi ekki í því sama og margir í fyrra, þegar uppselt var löngu fyrir blótið,“ segir Guðráður Sigurðsson einn helsti talsmaður árgangs ´71 sem stendur nú í fjórða sinn fyrir þorrablóti Skagamanna. Blótið verður núna eins og í fyrra haldið í íþróttahúsinu við Vesturgötu og fer fram laugardaginn 25. janúar, eða á öðrum degi þorra. Þessa dagana stendur hópur úr árganginum í smíðum til að undirbúa bætta aðstöðu í íþróttahúsinu frá blótinu í fyrra. Með góðu móti er hægt að koma fyrir í salnum um 550 gestum að sögn Guðráðs.

 

 

 

Það verður hljómsveitin Í svörtum fötum sem leikur fyrir dansi á þorrablótinu, en söngvarar verða Jónsi og Raggi Bjarna. Veislustjórinn verður heldur ekki af verri endanum, Gunnar á Völlum, sjónvarpsmaður og grínari. Annáll ársins er meðal fastra liða á þorrablótinu og að þessu sinni verður hann í flutningi árgangs ´73. „Við erum einmitt mjög stolt af þessum dagskrárlið á blótinu. Þarna fjallar heimafólk um heimafólk eins og gerist á þorrablótum annars staðar og þannig á það að vera. Skemmtiatriðin eru svo gott sem klár og meðal annars verðum við með kór og kannski eitthvað meira sem of snemmt er að segja frá. Það er alveg ljóst að þetta verður stórskemmtilegt og enginn má missa af. Það er því eins gott fyrir fólk að kaupa miða tímanlega,“ segir Guðráður.

 

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is