09. janúar. 2014 10:38
Gistinætur á hótelum landsins í nóvember voru 138.800 sem jafngildir 20% aukningu miðað við nóvember 2012. Gistinætur erlendra gesta voru 78% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 25% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 6%. Á samanlögðu svæði Vesturlands og Vestfjarða voru 3.500 gistinætur í nóvember sem er fjölgun um 52% miðað við sama tímabil 2012. Er þetta langmesta aukningin milli ára, en næstmest aukning var á Suðurlandi, eða 40%. Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði gistinóttum um 21%, á Austurlandi um 37% aukning og á Suðurnesjum um 12%. Gistinóttum fækkaði á Norðurlandi í nóvember og voru um 6.000 nú miðað við 7.300 árið áður.
Gistinætur á hótelum landsins fyrstu ellefu mánuði ársins voru ríflega 1,9 milljónir til samanburðar við 1,7 milljón árið 2012. Ef miðað er við sama tímabil árið 2012 þá hefur gistinóttum erlendra gesta hefur fjölgað um 14% á meðan gistinóttum Íslendinga hefur fjölgað um 11%.