Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. janúar. 2014 12:52

Ákveðið verklag í hálkuvörnum

Mikil svell með tilheyrandi hálku hefur verið í þéttbýli víðast hvar á Vesturlandi undanfarna daga og jafnvel vikur. Á Akranesi eru klakabunkar og hálka á flestum gangstígum í bænum þannig að vegfarendur hafa átt erfitt með að fóta sig. Fjölmargir hafa því dottið í hálkunni. Skessuhorni bárust beiðnir íbúa um að blaðið forvitnaðist um hvernig hálkuvörnum væri háttað hjá Akraneskaupstað. Fyrir svörum varð Sigurður Páll Harðarson framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs hjá Akraneskaupstað.

 

 

 

„Við höfum fylgt ákveðnu plani í kringum helstu stofnanir og fjölförnustu leiðir í bænum. Okkar menn ásamt verktaka hafa séð um þetta. Það er ákveðið verklag í kringum þessar stofnanir, eins og skóla, leikskóla, íþróttamannvirki og svo framvegis. Við dreifum líka tunnum með sandi og salti á þessa staði til að reyna að lágmarka hættuna. Það er allt í gangi til að reyna að sporna við hálkunni,“ segir Sigurður. Aðspurður um hvað hafi helst verið gert undanfarið í hálkuvörnum svarar hann: „Við höfum verið að reyna að halda öllum helstu gönguleiðum í bænum í lagi með sandi, þannig að það sé allavega hægt að ganga öðrum megin við götuna. Þetta hefur verið erfitt viðfangs því þegar það kemur þýða þá blotnar í klakanum þannig að sandurinn skolast í burtu. Einnig höfum við verið að salta til að reyna að ná niður klakanum.“

 

Íbúar á Akranesi og annars staðar á Vesturlandi geta þó fljótlega farið út að ganga án mannbroddanna, enda má búast við hlýnandi veðri og jafnvel rigningu næstu daga.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is