Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. janúar. 2014 02:01

Fylltu Bíóhöllina á forsýningu

Í gærkvöldi var fyrsti þáttur The Biggest Loser Ísland forsýndur í Bíóhöllinni á Akranesi. Er óhætt að segja að mikill spenningur hafi verið fyrir þættinum þar sem nánast húsfyllir var í höllinni. Fyrsta forsýningin fór fram á Akranesi þar sem einn keppenda, Inga Lára Guðlaugsdóttir, býr á Skaganum en fleiri forsýningar munu fara fram næstu tíu daga víðsvegar um landið. Spenningur fyrir þáttunum er greinilega líka mikill hjá keppendum því auk Ingu Láru þá mættu Arnfinnur Daníelsson, Jóhanna Elísa Engelhartsdóttir og Þór Viðar Jónsson öll á sýninguna en þau eru einnig keppendur í The Biggest Loser Ísland. Þættirnir voru teknir upp á Reykjanesi á 10 vikna tímabili í lok síðasta árs en úrslitaþátturinn verður sýndur í beinni útsendingu í byrjun apríl. Á meðan tökum stóð voru keppendur í stífu æfingaprógrammi og í raun án snertingar við umheiminn þar sem enginn keppenda var með síma eða nettengingu. Þó að allir séu nú komnir heim þá er keppnin ennþá í fullum gangi og keppendur að æfa á eigin spýtur. Í lokaþættinum fer fram lokavigtun og þá kemur í ljós hverjir hafa staðið sig best frá upphafi til enda.

 

 

 

The Biggest Loser Ísland verður sýndur á fimmtudagskvöldum á SkjáEinum og hefjast sýningar þann 23. janúar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is