09. janúar. 2014 02:05
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Gunnari Loga Jóhannesi Logasyni, 29 ára, en ekkert er vitað um ferðir hans frá mánudeginum 30. desember sl. Gunnar er dökkhærður, 186 sm á hæð. Hann hefur yfir að ráða bifreiðinni UY-579, sem er svört Toyota Avensis árgerð 1998. Lýst var eftir bifreiðinni í gær og fannst hún á Kjalarnesi í nótt. Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og þyrla Landhelgisgæslunnar, auk lögreglu, leita nú Gunnars. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Gunnars eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000. Upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu lögreglunnar.