10. janúar. 2014 01:47
Sala aðgöngumiða á Þorrablót Skagamanna hófst klukkan 9 í morgun. Löng röð áhugasamra kaupenda hafði myndast við Íslandsbanka á Dalbraut, þar sem miðar voru seldir. Það tók einungis 141 mínútu að selja alla 650 miðana sem salurinn í Íþróttahúsinu á Vesturgötu tekur undir borðhaldi. Þetta þýðir að meðaltali seldust 4,6 miðar á mínútu í morgun þegar milljónir króna skiptu um eigendur. Blótið fer fram fyrstu helgina í þorra, laugardaginn 25. janúar. Club-71, árgangurinn öflugi sem stendur fyrir blótinu, vill koma því á framfæri að enn er hægt að kaupa miða á dansleikinn eftir veisluna. Þar mun hljómsveitin Í svörtum fötum spila fyrir dansi.