10. janúar. 2014 03:28
Gyða Steinsdóttir bæjarstjóri í Stykkishólmi ætlar ekki að gefa kost á sér sem bæjarstjóraefni L lista fyrir næsta kjörtímabil. Þetta staðfesti Lárus Ástmar Hannesson forseti bæjarstjórnar og oddviti meirihlutans í Stykkishólmi í samtali við Skessuhorn. Í staðinn hyggst Gyða einbeita sér að nýjum verkefnum á öðrum vettvangi að loknum kosningum í vor. Gyða varð bæjarstjóri í kjölfar síðustu sveitarstjórnarkosninga þar sem hún var bæjarstjóraefni L-listans sem fékk meirihluta atkvæða í kosningunum. Gyða er svo best sé vitað annar bæjar- eða sveitarstjórinn í landshlutanum sem formlega hefur gefið út væntanleg starfslok að sveitarstjórnarmálum eftir kosningarnar í vor. Hinn er Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri Borgarbyggðar.