12. janúar. 2014 12:45
Versnandi veðri er spáð þegar kemur fram á daginn, einkum sunnanlands. Reiknað er með austan stormi yfir 20 m/s með skafrenningi, blindu og síðar ofankomu frá því um kl. 15 á Suðurlandsvegi skammt austan Reykjavíkur og yfir Hellisheiði og Þrengsli. Einnig á Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði. Á Kjalarnesi verða hviður 30-40 m/s frá því upp úr hádegi og fram á kvöld. Undir Eyjafjöllum og í Öræfum verður foráttuhvasst frá hádegi og nær hámarki með ofsaveðri syðst síðdegis og hviður allt að 50 m/s (spá 12. jan kl. 09:00). Hér á Vesturlandi er snjóþekja og hálka á vegum.