13. janúar. 2014 08:01
Um klukkan 3:30 aðfarnótt sl. laugardags fór rafmagn af Reykholtsdalslínu í Borgarfirði. Fljótlega komst aftur rafmagn á línuna upp að Deildartungu. Þá var straumlaust enn frá Deildartungu að Húsafelli og fór vinnuflokkur RARIK frá Borgarnesi í bilanaleit. Um klukkan 06:20 komst rafmagn á að nýju að Hýrumel og um þremur tímum síðar var gert við bilun við Refsstaði og komst þá rafmagn á að nýju alla leið í Húsafell og þar með til allra notenda. Rekja má bilunina til mikillar snjókomu þá um kvöldið og fram á nóttina.