13. janúar. 2014 08:26
Skipulagsnefnd þorrablótsmála hjá körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur ákveðið að Borgarnesblótið 2014 fari fram laugardaginn 15. febrúar. Þetta verður í sjötta skipti sem Skallagrímsmenn efna til Borgarnesblóts en það hefur öll árin verið haldið í Hjálmakletti og ætíð verið vel sótt. Að sögn Finns Jónssonar blótsmanns og verkefnastjóra hjá Kkd. Skallagríms er undirbúningur í fullum gangi. Von er á skemmtilegri og líflegri dagskrá líkt og fyrri ár með allskyns þorrakræsingum og skemmtiatriðum og því væri óhætt fyrir fólk að taka daginn frá.