Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. janúar. 2014 01:18

Heilbrigðieftirlitið vill stöðva dreifingu Hvalbjórs

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands hefur ákveðið að banna dreifingu á Hvalbjór frá Brugghúsi Steðja í Borgarfirði. Þetta er gert á þeim forsendum að framleiðsla á hvalmjöli uppfylli ekki skilyrði matvælalaga. Helgi Helgason, framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, hefur tilkynnt brugghúsinu að niðurstaðan væri sú að allt hráefni sem notað sé til matargerðar verði að vera samkvæmt matvælalöggjöfinni og frá viðurkenndum birgjum. Að mati heilbrigðiseftirlitsins er Hvalur hf. ekki með starfsleyfi til framleiðslu á mjöli til matvælaframleiðslu og þar af leiðandi verði að stöðva framleiðsluna.

 

 

 

Dagbjartur Ingvar Arilíusson hjá Brugghúsinu Steðja segir að menn hafi talið að hvalmjölið væri hráefni sem fyrirtækið mætti nota til bruggunar, enda hefði ekki verið farið í framleiðslu á þorrabjór Steðja að öðrum kosti. Í ljósi þess að verið væri að neyta hvalaafurða á þorrablótum og hægt væri að kaupa kjötið úti í búð hefði verið talið í lagi að nýta mjölið til ölgerðar. „Við fengum að vita af ákvörðun heilbrigðiseftirlitsins í gær samhliða því að frá málinu var greint í fjölmiðlum. Formlega fengum við síðan bréf frá eftirlitinu í morgun. Okkur finnst þessi vinnubrögð skelfileg og hefur ákvörðunin skapað neikvæðni í garð fyrirtækisins og valdið okkur skaða. Lögfræðingar mínir eru að undirbúa bréf til eftirlitsins þar sem ákvörðuninni verður mótmælt og þess krafist að hún verði dregin til baka,“ sagði Dagbjartur í samtali við Skessuhorn í morgun. Hann telur jafnframt að heilbrigðiseftirlitið hafi ekki gætt meðalhófs í embættisfærslu sinni í málinu.

 

Dreifing á Hvalbjórnum er ekki byrjuð en Dagbjartur segir að stefnt hafi verið á að hefja dreifingu í þessari viku. „Ljóst er að dreifing mun tefjast vegna þessa. Við erum búin að framleiða 5.000 lítra af Hvalbjór sem bíður þess að komast í sölu. Við vonum að málið leysist svo af því megi verða.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is