Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. janúar. 2014 02:21

Tvo árganga síldar vantar í Breiðafjörðinn

Niðurstaða leiðangurs Drafnar skips Hafró á Breiðafjörð í síðustu viku hefur leitt í ljós þær niðurstöður að það eru árgangar 2007 og 2008 sem einkum vantar í Breiðafjörð í samanburði við mælinguna í fyrra. „Þetta eru árgangar sem uxu upp fyrir sunnan land og hluti þeirra er þar enn samkvæmt bergmálsmælingum á Bjarna Sæmundssyni í haust. Hluti þessara árganga birtist nokkuð óvænt í Breiðafirði í fyrravetur og var hlutfall þeirra í afla og bergmálsmælingum töluvert, einkum 2008 árgangsins. Í vetur virðast þessir árgangar hinsvegar hafa vetursetu á nýjum og enn sem komið er óþekktum slóðum,“ segir í frétt frá Hafró. Þar segir að framhald síldarrannsókna og leita þessa vetrar verði ákveðnar á næstu dögum. Í tengslum við mælingar í Kolgrafafirði var farið með neðansjávarmyndavél til að skoða hvort eitthvað væri af dauðri síld á botni fjarðarins innan við brú. Það reyndist ekki vera enda hefur súrefnismettun í firðinum verið góð það sem af er vetri. Í tilkynningu Hafró segir enn fremur að endanlegir reikningar verði ekki tilbúnir fyrr en síðar, en það sé ljóst að ekkert hafi bæst við magn veiðistofns í Breiðafirðinum frá því að mælingar voru gerðar í haust. Enn vantar því töluvert magn inn í bergmálsmælingar vetrarins miðað við mælingar síðasta árs eða um 140 þúsund tonn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is