Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. janúar. 2014 04:52

Klakabrynjaðar eftirlegukindur fjarri heimahögum

„Þórður er höfðingi. Hann kom með þær alla leið hingað heim í stofu,“ segir Tómas Sigurgeirsson, Tumi á Reykhólum, um Þórð Halldórsson í Laugarholti í Skjaldfannardal við Ísafjarðardjúp. Þórður kom sl. laugardag suður yfir heiðar með fé sem hann fann í Hvannadal upp af Rauðamýri innst í Djúpi, rétt norðan við Lágadalinn þar sem vegurinn liggur upp á Steingrímsfjarðarheiði. Þetta voru sjö kindur, tvær ær og lamb frá Tuma, ær og lamb frá Jónasi Samúelssyni á Reykhólum og ær og lamb frá Helga Jóni Ólafssyni í Gufudal. „Þær voru eitt klakastykki, þær voru svo brynjaðar,“ segir Tumi. „Allt hvítt og kollótt.“

 

 

 

Frá þessu er greint á vef Reykhóla, en eins og fólk veit er um langan veg að fara úr Djúpinu á Reykhóla. Að sögn Svandísar Reynisdóttur í Fremri-Gufudal fundust í síðustu viku tíu kindur á tveimur stöðum í Múlasveitinni, vestasta hluta Reykhólahrepps. Þær voru líka utan heimasveitarfélags því að fé þetta var allt vestan af Barðaströnd. Þarna var m.a. tveggja vetra hrútur sem hafði aldrei í hús komið. Sumt af þessu fé var búið að sjást við Skálmardal í Múlasveit öðru hverju í haust en hinn hlutinn var í Vattarfirðinum að vestanverðu. Svandís segir að búið hafi verið að fara einn leiðangur að leita að fénu í Skálmardalnum en án árangurs. Núna fannst það við Skálmardalsbæinn gamla. „Nei, nema hvað við erum farin að meta rokið eftir allan storminn undanfarnar vikur,“ segir Svandís aðspurð hvort fleira sé tíðinda úr Gufudalssveitinni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is