Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. janúar. 2014 08:01

Sauðburður á afar óvenjulegum tíma

Albert Guðmundsson bóndi á Heggsstöðum í Kolbeinsstaðahreppi veltir því fyrir sér þessa dagana hvað í ósköpunum hafi gerst þar sem kindur hans bera nú hver af annarri í ársbyrjun. Þegar hafa 12 ær borið, þar af fimm tvílembdar. Ekki sér fyrir endann á því ennþá hve margar kindur muni bera þegar upp verður staðið á þessum óvenjulega sauðburðartíma.   

„Þetta er eitthvað ónáttúrulegt. Kindur eiga ekki að ganga undir hrúta um miðjan júlí eins og þessar hafa gert, hvað þá þegar þær eru með lömb á spena. Við vitum þó að þetta hefur gerst. Svona uppákomur eru ekki óþekktar, en hvað veldur er ekki vitað. Reyndar sá ég eina kind ganga í sumar sem leið en taldi það algera undantekningu. Nú þegar eru komin tæplega 20 lömb og mér finnst þetta orðið ágætt. Þær gætu þó þess vegna verið að bera hjá mér fram á vor,“ segir Albert. 

Albert er með rúmlega 500 fjár á vetrarfóðrum. Eins og gefur að skilja fer sú tala þessa dagana hækkandi frekar en hitt. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is